Þú getur valið hvernig dagatalið lítur út. Möguleikarnir eru tveir:
Í starfsmannasýninni getur þú séð allar tímabókanir samstarfsfélaga þinna einn dag í einu.
Í vikusýninni getur þú séð þínar eigin tímabókanir eina viku í einu.
Hægt er að skipta á milli með auðveldum hætti. Í myndbandinu hér til vinstri fer ég yfir það hvernig það er gert.
Þú getur skoðað mismunandi dagsetningar með tvennum hætti.
Örvarnar - Þú getur notað örvarnar upp í vinstra horninu ef þú vilt skipta á milli vikna.
Dagatalið - Dagatalið hentar mjög vel ef þú vilt sjá hvort þú sért laus ákveðna dagsetningu. Einnig getur dagatalið nýst vel til að bóka viðskiptavini nokkrar vikur fram í tímann.
Síðan er alltaf hægt að kalla dagatalið aftur til dagsins í dag með því að smella á Núið eins og ég geri í myndbandinu til vinstri.
Það eru nokkur tákn sem geta birst á tímabókunum. Þessi tákn veita þér alls konar upplýsingar.
Búið er að setja litaða hringi í kringum táknin á myndinni til vinstri. Förum saman yfir þau, frá hægri til vinstri.
Talblaðran - Hún segir þér að búið er að gera athugasemd við viðkomandi tímabókun. Þú getur séð athugasemdina með því að setja músina yfir tímabókunina.
Hakið - Merkir að búið er að greiða fyrir tímabókun. Hakið birtist einungis hjá notendum sem nota sölukerfið okkar.
Græni límmiðinn - Segir þér að viðskiptavinur hafi mætti í tímann sinn. Þetta tákn verður gult ef hann skrópar og blátt ef hann afbókar.
Stjarnan - Þetta kemur upp ef búið er að merkja tímabókun sem „stjörnutíma“ af starfsmanni. Þú getur valið hvað þetta þýðir fyrir þig!
Hamborgarinn - Haltu hamborgaranum inni og færðu hann til að færa tímabókanir í dagatalinu.
Svörtu reitirnir sem þú sérð á myndinni til vinstri tákna frítíma.
Þeir gefa til kynna að starfsmaður sé fjarverandi á viðkomandi tíma. Viðskiptavinir geta ekki bókað tíma hjá starfsmanni ef hann er skráður í frítíma.